Verðlaunafhending í nýsköpunarkeppninni Gagnaþon fyrir umhverfið hefst klukkan 13:00. Keppnin hófst 12. ágúst síðastliðinn en besta gagnaverkefnið hlýtur 750 þúsund krónur í verðlaun.

Veitt eru verðlaun í þremur flokkum; fyrir bestu hugmyndina, bestu endurbættu lausnina og svo besta gagnaverkefnið. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og rektorar Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík veita verðlaunin.

Sjá einnig: Gagnaþon hefst í dag

Fjármála- og efnahagsráðuneytið og Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru framkvæmdaraðilar verkefnisins ásamt öðrum opinberum stofnunum sem leggja fram gögn sem nýtast í gagnaþoninu. Aðrir samstarfsaðilar eru Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Háskólinn á Akureyri, Félagsvísindasvið HÍ, forsætisráðuneytið, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og umhverfis- og auðlindaráðuneytið.