Árlegt Viðskiptaþing Viðskiptaráðs Íslands hefst klukkan 9 en yfirskrift þingsins er: Hugsum stærra - Ísland í alþjóðasamkeppni.

Samhliða því verður birt ný skýrsla á vef Viðskiptaráðs um aðstæður fyrirtækja í alþjóðageiranum hér á landi, ásamt tillögum  alþjóðahóps Viðskiptaráðs um umbætur í rekstrarumhverfinu.

Yfirskrift fundarins kemur til af því að talið er að um 500 milljarða króna vantar upp á til að metnaðarfull markmið um útflutningsdrifinn hagvöxt sem sett voru fyrir áratug gangi eftir. Margt hafi þróast til betri vegar en miklu meira þurfi til.

Á fundinum verður rætt við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Ara Fenger, formann Viðskiptaráðs Íslands.

Þá mun Sveinn Sölvason, fjármálastjóri Össurar og formaður alþjóðahóps Viðskiptaráðs talar um brýnustu verkefnin til að efla vöxt og gera íslensk fyrirtæki hæfari í alþjóðlegri samkeppni.

Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marels á Íslandi, Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66°Norður, Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, Liv Bergþórsdóttir, forstjóri ORF Líftækni og Tanya Zharov, aðstoðarforstjóri Alvotech tala um áskoranir og sóknarfæri íslenskra fyrirtækja og setja fram óskir sínar til næstu ríkisstjórnar.