Íslenski ferðaklasinn, KPMG og Samtök ferðaþjónustunnar standa að árlegri nýársmálstofu þar sem staða ferðaþjónustunnar verður greind og horft til framtíðar. Fundurinn hefst klukkan 9 og ber yfirskriftina Viðspyrna ferðaþjónustunnar.

Á fundinum verður kynnt niðurstöða könnunar meðal aðila í ferðaþjónustunni auk þess að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair og Knútur Rafn Ármann, framkvæmdastjóri og eigandi Friðheima, flytja erindi.

Fylgjast má með fundinum, sem hefst klukkan 9, í spilaranum hér að neðan: