Á vorfundi Landsnets verður mikilvægi flutningskerfisins í orkuskiptum til umfjöllunar. Á fundinum verður leitað svara við því hvaða afleiðingar veikt flutningskerfi geti haft og kosti þess að styrkja kerfið, hvaða áskoranir blasa við og hvernig verður tekist við þær. Fundurinn, sem haldinn er í Silfurbergi í Hörpu, hefst kl. 08.30 og varir í tvö tíma.

„Til að orkuskipti geta orðið er ekki nóg að vinna raforku, heldur verður hún að skila sér með öruggum og hagkvæmum hætti til notenda. Öflugt flutningskerfi er grundvallarforsenda græns hagkerfis og það er kominn tími til aðgerða,“ segir í lýsingu Landsnets á fundinum.

Framsögumenn verða þau Guðlaugur Þór Þórðarson, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, Íris Baldursdóttir, Ráðgjafi stýrihóps um stefnumótun hjá ENTSO-E og Sigrún Jakobsdóttir, stjórnarformaður Landsnets.