Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans tilkynnti í morgun um að settar verða á reglur um 35% hámark á greiðslubyrði fasteignalána en 40% fyrir fyrstu kaupendur. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, og Haukur C. Benediktsson, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika, gera grein fyrir yfirlýsingunni nefndarinnar og efni Fjármálastöðugleika í vefútsendingu sem hefst kl. 09:30. Streymið má finna hér að neðan.

Nefndin ákvað einnig að hækka sveiflujöfnunarauka á fjármálafyrirtæki úr 0% í 2% þar sem dregið hefur úr óvissu um stöðu fjármálafyrirtækja og gæði útlána batnað.

Þá var tilkynnt um að Seðlabankinn er nú að undirbúa innleiðingu á innlendri greiðslulausn en fjármálastöðugleikanefndin telur þörf á óháðri innlendri smágreiðslulausn án tengingar við alþjóðlega kortatinnviði.

Fylgjast má með fundinum í spilaranum hér að neðan: