Beiting hryðjuverkalaga til þess að frysta eigur Landsbankans í Bretlandi var kannski „ósmekkleg” en hún var að sama skapi gagnleg.

Þetta hefur Dow Jones-fréttaveitan eftir Paul Myners, ráðherra fjármálamarkaða í bresku ríkisstjórninni, en hann segir ákveðið hafi verið um að frysta eignirnar eftir að einsýnt var að íslensk stjórnvöld myndu ekki tryggja innistæður eigenda Icesave reikninga Landsbankans í Bretlandi.

Myners sagði aðgerðina hafa verið „ósmekklega” og hugsanlega „óþægilega” þegar hann lagði fyrirmælin um frystingu eigna fram fyrir breska þingið til afturvirks samþykkis.

Hann sagði hinsvegar að aðgerðin hafi tryggt hagsmuni breskra innistæðueigenda og breska hagkerfisins.