Margt vekur furðu varðandi námskeiðið sem Jordan Belfort ætlar að halda á Íslandi. Belfort er þekktur eftir að Hollywoodleikarinn Leonardo DiCaprio túlkaði hann í myndinni Wolf of Wall Street, en hann var dæmdur til fangelsisvistar fyrir að féfletta fólk. Belfort er á leiðinni til Íslands og mun halda fyrirlestur í Háskólabíó um sölutækni. Pistlahöfundurinn Óðinn bendir á það í Viðskiptablaðinu á morgun að margar fullyrðingar í kynningu á Belfort standast ekki

„Á meðal viðskiptavina hans eru virtustu fyrirtæki heims, t.d. Virgin Atlantic, Deutsche Bank, Symantec, the Royal Bank of Scotland, General Electric, Forbes Manhattan, Investec, Hewlett-Packard, Seðlabanki Bandaríkjanna og alþjóðlegar kauphallir."

Óðinn skrifaði almannatengsladeildum þessara fyrirtækja bréf til að sannreyna fullyrðingar Belforts, og hefur fengið svör frá tveimur þeirra. Hewlett Packard þakkaði Óðni ábendinguna og benti honum á að nafn þeirra hefði nú verið fjarlægt úr kynningarefni Jordans Belforts. Deutsche Bank fullyrti að Belfort hafi ekki sinnt neinni ráðgjöf fyrir fyrirtækið en hann hafi kynnt bók sína The Wolf of Wall Street á fundi fyrir fyrir fagfjárfesta í bankanum í Sydney árið 2009. Af þeim svörum sem þegar hafa borist er erfitt að draga þá ályktun að Belfort hafi alfarið látið af fyrri iðju.

Nánar er fjallað um málið Í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Systkini kaupa skemmtigarð í Smáralind
  • Meirihluti landsmanna vill léttvín í stórmarkaði
  • Enginn afsláttur í útboði Sjóvár
  • Þrjú fyrirtæki skoða bíla á Íslandi og er stærsta fyrirtækið í eigu banka
  • FME segist ekki hafa sent launamiða
  • MP banki leggur vaxtaráætlun á ís
  • Hugsanlega borgar verkfall sig frekar fyrir yngri starfsmenn en eldri
  • Fjárfestar eltast við hlutabréf tæknifyrirtækja
  • Kína ofmetur og vanmetur verðbólgu
  • Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri LÍÚ, ræðir nýsköpun í sjávarútvegi, makríldeiluna og umdeilt fiskveiðistjórnunarkerfi
  • Stuttmyndin Sker slær í gegn
  • Klettafjöllin í Bandaríkjunum bjóða upp á púðursnjó fyrir skíðafólk
  • Nærmynd af Kristínu Eysteinsdóttur, nýjum leikhússtjóra í Borgarleikhúsinu
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem að þessu sinni fjallar um Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokkinn
  • Þá eru í blaðinu pistlar, myndir, VB sjónvarp og margt, margt fleira

ATHS:
Upphaflega var því haldið fram í fréttinni að fyrirlesturinn færi fram í Hörpu. Það er rangt. Hann fer fram í Háskólabíó.