Belgísk flugmálayfirvöld tilkynntu í gær að þau hyggðust banna umferð Boeing 737 max 8 og 9 vélanna í belgískri lofthelgi út árið 2019. Í tilkynningunni kemur fram að þó verði gerðar undantekningar ef ekki er um farþegaflug að ræða.

Boeing 737 Max vélarnar hafa verið kyrrsettar frá því í um miðjan mars á þessu ári eftir að tvö mannskæð flugslys vélanna áttu sér stað á einungis fimm mánaða tímabili og er rakið til MACS stýrikerfis vélanna. Í vikunni greindu svo bandarísk flugmálayfirvöld frá því að annar mögulegur galli hafi fundist í Max vélunum sem gæti lengt kyrrsetninguna enn frekar.