Bandarískt efnahagslíf á í erfiðleikum með að rétta úr sér eftir fjármálakreppuna og gæti þurft nýja innspýtingu.

Þetta sagði Ben Bernanke seðlabankastjóri Bandaríkjanna í gær og viðurkenndi áhyggjur sínar af stöðu mála.

Atvinnuleysi hefur aukist í Bandaríkjunum og eftirspurn hefur minnkað í hagkerfinu. Bernanke sagði að lágir stýrivextir verði þangað til hagkerfið tekur við sér.