Allt bendir til þess að botninum sé náð í Bandaríkjunum, kreppunni sé lokið þó hagkerfið standi vissulega frammi fyrir miklum áskorunum og þá helst sökum atvinnuleysis.

Þetta sagði Ben Bernanki, seðlabankastjóri Bandaríkjanna í samtali við hugveituna Brookings Institution í gær.

„Jafnvel þó að kreppunni sé lokið tæknilega séð er mjög líklegt að hagkerfið líti út fyrir að vera veikt í einhvern tíma,“ sagði Bernanke.

Ummælin hafa vakið nokkra athygli og var fjallað um þau í öllum helstu miðlum vestanhafs í gærkvöldi. Með þessari fullyrðingu þykir Bernanke vera að slá nokkuð jákvæðari tón en í ágúst þegar hann sagði að allt útlit værir fyrir að kreppunni kynni að ljúka innan skamms. Sem fyrr segir varaði hann þó við því að framundan væri hægfara bataferli og mikið atvinnuleysi myndi hrjá hagkerfið næstu misseri.

„Flestir eru sammála um að árið 2010 verður nokkuð erfið, batinn verður hægfara en það er þó merkilegt að samdrátturinn skuli ekki vara lengur miðað við það áfall sem hagkerfið varð fyrir á síðasta ári,“ sagði Bernanke.