Ben Bernanke, fráfarandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hefur gengið til liðs við Brookings Institutions. Greint er frá því aðkomu Bernankes á vef Brookings.

The Brookings Institution er hugveita sem fjallar um opinbera stefnumótun. Hún er staðsett í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna. Markmið með starfseminni er að gera vandaðar rannsóknir og hafa áhrif á umræðu um bandarísk samfélagsmál.

Eins og fram hefur komið sór Janet Yellen embættiseið sem seðlabankastjóri Bandaríkjanna í dag.