*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Innlent 12. febrúar 2019 11:50

Benda á 80% hækkun launa í evrum

Laun í Evrópu hækkuðu hvergi meira en á Íslandi miðað við gengi evrunnar og er launakostnaðurinn 74% hærri en í ESB.

Ritstjórn
Stjórnarráðið er skrifstofa forsætisráðherra og stendur við Lækjargötu.
Haraldur Guðjónsson

Stjórnarráðið bendir á, á vef sínum, að á tímabilinu 2013 til 2017 hafa laun á Íslandi hækkað um 80% ef miðað er við gengi evrunnar. Er þar miðað við tölur Eurostat um launakostnað á vinnustund, en samkvæmt þeim hækkuðu laun hvergi í Evrópu jafnmikið og hér á landi á tímabilinu.

Á sama tíma var verðlag hér á landi 66% hærra en að meðaltali í löndum ESB árið 2017, en þar kemur á móti styrking krónunnar og afnám tolla og vörugjalda. Þannig hafi laun hækkað meira en verðlag, en Ísland er í sjötta sæti meðal Evrópuríkja um einstaklingsbundna neyslu á mann og öðru sæti meðal Norðurlandanna á eftir Noregi.

Á árinu 2017 hafi launakostnaður á hverja vinnustund í evrum talið jafnframt verið 74% hærri hér á landi en að meðaltali í löndum Evrópusambandsins að því er stjórnarráðið bendir á.

Stikkorð: laun Stjórnarráðið evrur
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is