*

mánudagur, 18. nóvember 2019
Innlent 23. nóvember 2016 12:25

Benedikt Gíslason hættir í stjórn VÍS

Benedikt Gíslason hætti í stjórn VÍS í dag til að taka sæti í stjórn Kaupþings.

Ritstjórn
Benedikt Gíslason tekur sæti í stjórn Kaupþings.
Haraldur Guðjónsson

Vátryggingarfélag Íslands hefur borist tilkynning frá Benedikt Gíslasyni, stjórnarformanni félagsins, um úrsögn hans úr stjórn félagsins frá og með deginum í dag. Benedikt var kosinn í stjórn Kaupþings ehf. fyrr í dag.

Aðalmenn í stjórninni eru því: Herdís Dröfn Fjeldsted, Jostein Sorvoll, varaformaður, Helga Hlín Hákónardóttir og Reynir Finndal. Varamenn eru: Andri Gunnarsson og Soffía Lárúsdóttir.

Stikkorð: Kaupþing VÍS Benedikt Gíslason stjórn