Benedikt Sveinsson hefur látið af störfum sem forstjóri Iceland Seafood Corporation, dótturfélags SÍF hf. í Bandaríkjunum. Hættir Benedikt að eigin ósk segir í tilkynningu til Kauphallarinnar. Benedikt á að baki nærri 30 ára starfsferil tengdum sölu og vinnslu sjávarafurða en hann hefur verið forstjóri Iceland Seafood Corporation frá ársbyrjun 1999.

Benedikt hóf störf hjá Sjávarafurðadeild Sambandsins árið 1976, varð framkvæmdastjóri Iceland Seafood Limited í Bretlandi 1981?1986, aðstoðarframkvæmdastjóri Sjávarafurðadeildar Sambandsins 1987? 1990, framkvæmdastjóri Sjávarafurðadeildar Sambandsins í sex mánuði 1990 og forstjóri Íslenskra sjávarafurða hf. (arftaka Sjávarafurðadeildarinnar) frá 1990?1998.

SÍF og stjórn Iceland Seafood Corporation þakka Benedikt vel unnin og farsæl störf í þágu félagsins og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.