Félög í eigu eiginkonu Benedikts Gíslasonar, bankastjóra Arion banka, og Ásgeirs Helga Reykfjörð Gylfason aðstoðarbankastjóra keyptu hlutabréf í bankanum í dag, samkvæmt tilkynningu Kauphallarinnar .

Brekkuás ehf., félag í eigu Ragnheiðar Ástu Guðnadóttur, eiginkonu Benedikts, keypti 300 þúsund hluti á genginu 59,99 krónur fyrr í dag. Heildarupphæðin er því tæpar 18 milljónir króna.

Fjárhagslegar tengdir aðilar Benedikts eiga eftir kaupin 1,9 milljónir hlutabréfa í Arion banka sem jafngildir 114 milljónum króna miðað við gengi bréfanna í dag. Benedikt átti fyrir 400 þúsund hluti í Arion Banka.

BBL VII ehf., félag í eigu Ásgeirs, keypti 149.994 hluti á sama gengi fyrir tæpar níu milljónir króna. Fjárhagslega tengdir aðilar Ásgeirs eiga 1.149.994 hluti í bankanum eftir viðskiptin sem jafngilda um 90 milljónir króna miðað við gengi bréfanna í dag.