Fasteignafélagið Reginn hf. hefur sent frá sér Kauphallartilkynningu vegna kaupa Benedikts Olgeirssonar stjórnarmanns á hlutabréfum í félaginu. Benedikt keypti í morgun 207,000 hluti á kaupverðinu 24,6 sem samsvarar 5.092.200 krónum.

Viðskiptin koma í kjölfar þess að Regin lagði fram valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar fasteignafélagsins í vikunni.

Í gær greindi Viðskiptablaðið frá því að Sigla, fjárfestingarfélag Tómasar Kristjánssonar, stjórnarformanns Regins, keypti í fasteignafélaginu fyrir 80,5 milljónir króna á genginu 24,4 krónur á hlut. Eftir viðskiptin á Sigla 3,6% hlut í Regin.

Heiðrún Emilía Jónsdóttir, sem hefur setið í stjórninni frá árinu 2019, keypti í Regin fyrir nærri 8 milljónir króna. Guðrún Tinna Ólafsdóttir, sem tók sæti í stjórninni árið 2018, keypti fyrir um 2 milljónir.

Sjá má stöðuna á kaupum stjórnarmanna hér að neðan.

Kaup stjórnarmanna

Stjórnarmaður Kaupverð Hlutir Gengi
Tómas Kristjánsson 80.501.480 3.299.241 24,4
Heiðrún Emilía Jónsdóttir 7.991.000 327.500 24,4
Guðrún Tinna Ólafsdóttir 1.999.200 84.000 23,8
Benedikt Olgeirsson 5.092.200 207.000 24.6

Þrjár konur í framkvæmdastjórn fasteignafélagsins keyptu einnig hlutabréf í félaginu á genginu 24,4 krónur í dag.

Dagbjört Erla Einarsdóttir yfirlögfræðingur og Sunna Hrönn Sigmarsdóttir, framkvæmdastjóri sjálfbærni, fasteignareksturs og reksturs í fasteignum, keyptu hvor um sig í Regin fyrir tæplega 3 milljónir. Rósa Guðmundsdóttir fjármálastjóri keypti í fasteignafélaginu fyrir rúmar 2 milljónir.

Stjórnandi Kaupverð Hlutir Gengi
Dagbjört Erla Einarsdóttir 3.172.000 130.000 24,4
Sunna Hrönn Sigmarsdóttir 2.975.604 121.951 24,4
Rósa Guðmundsdóttir 1.983.720 81.300 24,4