*

fimmtudagur, 4. júní 2020
Fólk 6. september 2018 08:30

Benedikt kjörinn í stjórn Arion

Á hluthafafundi Arion banka sem fram fór í gær var Benedikt Gíslason kjörinn nýr stjórnarmaður.

Ritstjórn
Benedikt Gíslason
Aðsend mynd

Á hluthafafundi Arion banka sem fram fór í gær var Benedikt Gíslason kjörinn nýr stjórnarmaður. Í gær var greint frá því að John Madden, framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi, hefði sagt sig úr stjórninni og mun Benedikt taka hans sæti. 

Stjórn Arion banka skipa nú: Eva Cederbalk, formaður, Brynjólfur Bjarnason, varaformaður, Herdís Dröfn Fjeldsted, Måns Höglund, Steinunn Kristín Þórðardóttir og Benedikt Gíslason.

Í dag starfar Benedikt sem ráðgjafi og situr í stjórn Genís hf., EC Hugbúnaðar ehf. og EC Software Sweden auk þess að vera varamaður í stjórn Brekkuás ehf. Benedikt hefur áður m.a. starfað sem ráðgjafi hjá Kaupþingi og hjá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, sem framkvæmdastjóri fjárfestingarbankasviðs MP banka auk þess að hafa sinnt margvíslegum stjórnunarstörfum hjá Straumi-Burðarás fjárfestingarbanka. Þá starfaði Benedikt áður sem framkvæmdastjóri markaðsviðskipta hjá FL Group og hjá eiginviðskiptum og markaðsviðskiptum hjá Íslenska Fjárfestingarbankanum (e. The Icelandic Investment Bank – FBA), síðar Íslandsbanki-FBA. Benedikt sat áður í stjórn Kaupþings og VÍS.