Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, mun leiða lista flokksins á Norðausturkjördæmi. Þetta kom fram í viðtali við Rás 1 í morgun. Talið var líklegt að hann myndi leiða lista flokksins í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna, þar sem að hann býr.

Nýlega var greint frá því að Gylfi Ólafsson, muni leiða lista flokksins á Norðvesturkjördæmi. Einnig hefur Jóna Sólveig Elínardóttir tilkynnt um framboð og er líklegt að hún leiði lista flokksins á Suðurkjördæmi.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, hefur verið sterklega orðuð við framboð fyrir flokkinn. Einnig hefur komið fram að Viðreisn stefni að því að hafa jafnt kynjahlutfall í efstu sætum flokksins. Því er mjög líklegt að kona komi til með að leiða lista flokksins í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna, í Suður- og Suðurvesturkjördæmi.

Fram kemur á vef RÚV að Viðreisn sé nú með tæplega 11% fylgi.