Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, nefnir fjórar ástæður fyrir vaxtalækkun, sem voru ekki til staðar fyrir nokkru, í samtali við ViðskiptaMoggann:

„Það er búið að mynda ríkisstjórn, fjármálastefna hennar liggur fyrir þar sem sýnt er meira aðhald en áður, það er ekki lengur óvissa með kjarasamninga á almennum vinnumarkaði og höftin eru farin, sem er jákvætt gagnvart matsfyrirtækjum og öðrum,“ segir Benedikt.

Benedikt tekur þó ekki undir það að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hafi farið sér of hægt í vaxtalækkunum.