Skeljungur hefur ráðið Benedikt Ólafsson sem framkvæmdastjóra fjármálasviðs.

Benedikt Ólafsson starfaði áður sem forstöðumaður teymis sérhæfðra fjárfestinga hjá Stefni og var sjóðstjóri framtakssjóðanna SÍA I og SÍA II.

Benedikt hefur starfað hjá Stefni og Arion banka frá árinu 2004. Áður var hann í fyrirtækjaráðgjöf Arion banka og hefur einnig unnið við stýringu erlendra framtakssjóða. Þá hefur Benedikt setið í stjórnum og varastjórnum ýmissa félaga þ.m.t. í Skeljungi, Jarðborunum, Sjóklæðagerðinni og Kynnisferðum.

Benedikt er með B.Sc. gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

„Við hjá Skeljungi fögnum þessum liðstyrk og erum sannfærð um að Benedikt muni styrkja stjórnendateymi félagins í þeim verkefnum sem framundan“ segir Valgeir Baldursson forstjóri Skeljungs.