Benedikt Olgeirsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri þróunar á Landspítala.

Hann mun hafa yfirumsjón með aðkomu Landspítala að uppbyggingu nýbygginga og tengdra innviða við Hringbraut.

Benedikt mun einnig leiða stefnumörkun spítalans og áframhaldandi innleiðingu á aðferðafræði svokallaðrar 'Lean Healthcare' straumlínustjórnunar.

Benedikt er fæddur árið 1961. Hann er verkfræðingur frá Háskóla Íslands og með meistarapróf í framkvæmdaverkfræði og verkefnastjórnun frá University of Washington í Seattle.

Á árunum 2005 til 2009 var hann framkvæmdastjóri hjá Atorku hf. og þar áður framkvæmdastjóri Parlogis ehf..

Hann starfaði hjá Eimskip hf. frá árinu 1993 til 2004 sem forstöðumaður flutningamiðstöðvar í Sundahöfn, forstöðumaður innanlandsflutninga og síðast sem framkvæmdastjóri Eimskips í Hamborg.