Lárus M. K. Ólafsson, sem gengt hefur starfi lögfræðings SVÞ s.l. sjö og hálft ár mun láta af störfum þann 1. febrúar næstkomandi segir í tilkynningu frá Samtökum verslunar og þjónustu.

Benedikt S Benediktsson, hefur verið ráðinn lögfræðingur í hans stað, og mun hann hefja störf eigi síðar en 1. mars næstkomandi. Benedikt kemur frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, en hann hefur undanfarin fjögur ár gengt stöðu stérfræðings á skrifstofu skattamála innan ráðuneytisins, en áður starfaði Benedikt á nefndasviði Alþingis.

Þar áður starfaði hann í til skamms tíma sem lögfræðingur í hjá Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna. Á árunum 2006 til 2008 vann hann sem lögfræðingur hjá KPMG. Benedikt er með Mag. Jur próf í lögfræði frá Háskóla Íslands, en hann kláraði stúdentspróf árið 1994 frá Menntaskólanum á Egilsstöðum.