Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar, hefur lýst því yfir á Facebook síðu sinni að hann vilji „þrengja að svarta hagkerfinu,“ með nýrri löggjöf sem hann er með í undirbúningi þar sem að bannað yrði að greiða laun út með reiðufé og allir þytftu að borga hluti yfir ákveðnu verði í gegnum banka eða kreditkort, þannig að viðskiptin yrðu rekjanleg.

Fjármálaráðherra var gestur Kastljóss í gær og talaði einnig fyrir því að hann hyggðist beita sér fyrir frekari rannsókn á aflandsundanskotum og aðgerðum til þess að hindra þau. Hér er hægt að sjá færslu Benedikts í heild sinni;

Ég var í Kastljósi í kvöld og lýsti því að sem fjármálaráðherra myndi ég beita mér fyrir frekari rannsókn á aflandsundanskotum og aðgerðum til þess að hindra þau.

Jafnframt mun ég undirbúa löggjöf til þess að þrengja að svarta hagkerfinu þar sem bannað yrði að greiða laun út með reiðufé og allir þyrftu að borga hluti yfir ákveðnu verði í gegnum banka eða kreditkort þannig að viðskiptin yrðu rekjanleg.