Þróun á heimsmarkaðsverði á olíu mun að líkindum hafa áhrif á verðbólguspá Seðlabankans og er óvænt kjarabót fyrir íslensk heimili. Þetta segja Þórarinn G. Pétursson, að­ alhagfræðingur Seðlabankans, og Hrafn Steinarsson, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka.

Heimsmarkaðsverð Brent hrá­ olíu hefur lækkað um 49% frá því um miðjan júní á þessu ári. Sú þró­ un hefur vitanlega komið sér illa fyrir þjóðir sem flytja út mikið af olíu, eins og Norðmenn og Rússa. Til vitnisburðar um það er 6% lækkun norskrar krónu gagnvart þeirri íslensku frá byrjun desember og hrun rúblu gagnvart Bandaríkjadal. Áhrifin á land eins og Ísland eru þó öllu jákvæðari. „Þetta eykur ráðstöfunartekjur heimila í þeim löndum sem reiða sig á innflutta olíu,“ segir Þórarinn.

Breytir forsendum verðbólguspár

Í Peningamálum Seðlabanka Íslands frá 5. nóvember síðastliðnum koma fram forsendur grunnsp­ ár bankans frá 4. ársfjórðungi 2014 fram til sama fjórðungs 2017. Kemur þar fram að grunnspáin geri ráð fyrir 10 til 15% lækkun heimsmarkaðsverðs hráolíu á árinu 2014 og að verð haldist síðan nokkuð stöðugt allt fram á 4. ársfjórðung 2017.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .