Dægurverð á 95 oktana bensíni hækkaði mikið á heimsmarkaði í gær og við lokun markaðar í Rotterdam kostaði tonnið 1.015 dali. Þar með er ljóst að sá stöðugleiki sem verðið náði fyrr í vikunni var aðeins tímabundinn. Framvirkir samningar til afhendingar í apríl (RBOB) hækkuðu líka mikið í gær og við lokun markaðar í New York kostaði slíkur samningur 3,03 dali/bandarískt gallon.

Dísel hækkaði sömuleiðis í gær og var dægurverð á tonni af dísel 990 dalir.

Þá hækkaði hráolían einnig umtalsvert í gær, tunnan af hráolíu af Brentsvæðinu í Norðursjó kostaði 116,4 dali og olía frá Mexíkó-flóa og Texas fór yfir 100 dali í fyrsta skipti í langan tíma, kostaði 102,23 dali.