*

miðvikudagur, 19. janúar 2022
Innlent 28. ágúst 2018 19:01

Bensínlítrinn kominn yfir 230 krónur

Verð á 95 oktana bensíni er komið yfir 230 krónur á lítrann hér á landi.

Ritstjórn
epa

Verð á 95 oktana bensíni er komið yfir 230 krónur á lítrann hjá nokkrum bensínstöðvum hér á landi.

Þannig er algengt verð á bensínstöðvum N1 og Olís 231,3 krónur á lítra af 95 oktana bensíni samkvæmt vefnum Gasvaktinni sem heldur utan um breytingar á eldsneytisverði. Hjá Atlantsolíu er algengt verð 229,9 krónur á lítrann sem og hjá ÓB en hjá Orkunni er algengt bensínverð 228,8 krónur á lítrann. Hjá Dælunni, sem rekinn er af N1, er algengt bensínverð 220,9 krónur á lítrann, en hjá Costco kostar lítrinn 196,9 krónur.

Bensínverð hjá helstu bensínstöðvum stóð í tæplega 200 krónum í ágúst fyrir ári og hefur því hækkað um ríflega 30 krónur á lítrann undanfarið ár.

Um áramótin voru álögur ríkisins á bensín og dísilolíu hækkaðar. Þá hefur heimsmarkaðsverð á olíu hefur farið hækkandi á undanförnu. Verð á Brent hráolíu stendur nú í um 76 dollurum á tunnu en var ríflega 50 dollarar á tunnu fyrir ári. Verðið fór lægst undir 30 dollara á tunnu í ársbyrjun 2016.

Stikkorð: eldsneyti olía bensín