Bensínverð hefur lækkað mikið í Bandaríkjunum að undanförnu í kjölfar þess að olíuverð hefur lækkað á mörkuðum.

Meðalbensínverð í Bandaríkjunum er nú 2,07 bandaríkjadalir en það hefur ekki verið svo lágt síðan í mars 2005.

Verð á bensíni náði nýjum hæðum síðastliðið sumar víðs vegar um heiminn og fór það hæst í 4,11 dali í júlímánuði í Bandaríkjunum.

Við eðlilegar aðstæður væri lækkun bensínverðs mikið fagnaðarefni, sem það vissulega er núna. Hins vegar eru aðrir þættir sem draga úr ánægju almennings svo sem alþjóðleg efnahagskreppa sem legst hart að neytendum.