Bensínverð hefur hækkað i Kína í annað skipti í þrjá mánuði í kjölfar hækkandi heimsmarkaðsverðs á bensíni. Frá þessu greinir BBC en hækkunin vekur að sögn fréttastofunnar upp efasemdir um tilraunir kínverskra stjórnvalda til þess að koma böndum á hækkandi verðbólgu í landinu. BBC hefur eftir greinendum að fleiri hækkana gæti verið þörf.

Kína er næst stærsti olíuneytandi heims en bensínverð í landinu er greitt verulega niður og kostar tonnið af bensíni þar 53 dali í heildsölu, en til samanburðar kostar tonn af bensíni um 900 dali á heimsmarkaði. Samkvæmt kínverskum yfirvöldum er hækkuninni ætlað að slá á eftirspurn eftir olíu og bensíni.