Það kostar tæplega tólf þúsund krónum meira á mánuði að kaupa bensín á meðalstóran fjölskyldubíl nú en fyrir fjórum árum. Bensínverð hefur hækkað helmingi meira á sama tíma en almennt verðlag í landinu, að því er kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld.

Í febrúar 2008 kostaði bensínlítrinn 137 krónur og kostaði þá um 15.500 krónur á mánuði að kaupa bensín á fólksbíl, sem eyður níu lítrum á hundraðið og keyrður er 15.000 kílómetra á ári. Í dag er algengt bensínverð um 248 krónur og bensínkostnaðurinn kominn í 28.000 krónur á mánuði.

Þetta þýðir að eldsneytið hefur á þessum tíma hækkað um 80% á sama tíma og almennt verðlag hefur hækkað um 35% prósent. Því hefur bensínið hækkað tvöfalt meira en almennt verðlag í landinu.