Dægurverð á 95 oktana bensíni hefur lækkað um 30 dollara tonnið undanfarna tvo daga á markaði í Rotterdam. Samkvæmt upplýsingum á vef Financial Times kostaði tonnið við lokun markaðar gær 932,5 dali en á þriðjudag kostaði það 962,5 dollara. Á miðvikudag kostaði tonnið 947,5 dali og því hefur það lækkað um 15 dollara á dag síðustu tvo daga.

Heimsmarkaðsverð á bensíni er nú á þeim slóðum sem það var í febrúar. Síðan hækkaði það mikið og fór sem hæst yfir 1.100 dollara.