Breski lúxusbílaframleiðandinn Bentley seldi 37% fleiri bíla á árinu 2011 en hann gerði árið áður. Alls seldust 7.003 bílar á árinu, þar af 2.021 í Bandaríkjunum. Greint er frá stöðu Bentley á viðskiptavef BBC. Bentley er í eigu Volkswagen Group.

Bílaframleiðandinn segir að eftirspurn eftir bílunum sé nú sú sama og hún var fyrir kreppuna. Staðan er sterkust í Bandaríkjunum, en þar á eftir kemur Kína.

Ódýrasta gerðin af Bentley bifreið kostar um 133 þúsund pund, jafnvirði um 25,5 milljóna króna.