Askja býður til bílasýningar í dag og á morgun, laugardag, af tilefni 125 ára afmælis Mercedes-Benz. Þýski lúxusbílaframleiðandinn er elsti bílaframleiðandi heims og liggja ræturnar allt til ársins 1886 þegar verkfræðingurinn Karl Benz ók fyrsta bíl sínum og fékk skráð einkaleyfi fyrir honum í Berlín.

Mercedes-Benz GLK
Mercedes-Benz GLK
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Aðalviðburður sýningarinnar í Öskju er frumsýning á nýjum sportjeppa, Mercedes-Benz GLK, sem fengið hefur góðar viðtökur um allan heim. Bíllinn hefur fengið lof fyrir hönnun, góða aksturseiginleika og aflmikla vél sem jafnframt er sparneytin miðað við þennan stærðarflokk. Aðrir nýir Mercedes Benz bílar verða einnig til sýnis í húsakynnum Öskju. Boðið verður upp á reynsluakstur á Mercedes-Benz bílum og léttar veitingar í boði fyrir gesti.

Í tilefni afmælisins verður Askja með tilboð á ýmsum Mercedes-Benz bílum m.a. nokkrum útfærslum af E-Class, metanknúnum B-Class og hinum nýja GLK sportjeppa.

Mercedes-Benz GLK
Mercedes-Benz GLK
© Aðsend mynd (AÐSEND)