Aurbjörg.is , fjártæknivefsíða sem hingað til aðstoðaði notendur við að finna út hvar bestu húsnæðislánin væri að finna, hefur nú verið uppfærð.

Með uppfærslunni er hresst uppá allt útlit síðunnar og við bætist samanburður á sparnaðrreikningum hjá bönkunum. Þar eru bankareikningar flokkaðir eftir binditíma og hægt er að bera saman vexti og kjör þeirra. Slíkt einfaldar neytendum að finna hagstæðustu sparnaðarreikningana á einum og sama staðnum, því það getur skipt máli að velja réttan sparnað.

Ef spurningar vakna er hægt að opna netspjall bankanna á sömu síðu til að fá svör. Einnig getur notandi auðveldlega stofnað nýja banka reikninga þar sem á síðunni er einnig hlekkur beint inní stofnun reikninga undirsíðu innan netbankans.

Með þessari nýju uppfærslu er von okkar að geta líka elft fjármálalæsi með fróðleik um sparnaðarreikninga og lán.

Eins og Viðskiptablaðið greindi frá kom Aurbjorg.is fyrst í loftið fyrir tæpum tveimur mánuðum með einni sameinaðri lánareiknivél fyrir alla helstu húsnæðislánveitendur landsins sem og reiknivél fyrir endurfjármögnun og lánavöktunar þjónustu sem vaktar núverandi lán neytanda fyrir mögulegri endurfjármögnunar tækifærum í framtíðinni. „Á þessum tíma hafa viðtökurnar verið framúr væntingum og greinilega þörf fyrir slíkri reiknivél og lánavöktun,“ segor Ólafur Örn Guðmundsson, einn hönnuða Aurbjargar.

Aurbjörg mun halda ótrauð áfram að hjálpa neytendum með nýjum fjármálaþjónustum. Notendur geta vænt þess að sjá í framtíðinni nýjar hluti eins og:

  • Samanburð á kortum (og öðrum greiðslumiðlunarleiðum eins og farsímagreiðslum)
  • Nýja þjónusta í tengslum við tryggingar til að einfalda samanburð og auka gegnsæi
  • Uppfærslu á núverandi lánaþjónstum inná síðunni, til að hjálpa neytendum enn frekar og einfalda lántökuferlið.
  • Auka fróðleik til að efla fjármálalæsi
  • Og aðrar sjálfvirkar þjónustur (eins og t.d. sjálfvirka lánavöktunin sem er núna í boði inná síðunni)

Notendur sem skrá sig í lánavöktun stimpla inn upplýsingar um núverandi húsnæðislán ásamt tölvupóstfangi til að geta fengið tilkynningu ef húsnæðisvextir breytast mikið og huga ætti mögulega að endurfjármögnun. Þessar upplýsingar, lánaupplýsingar og tölvupóstfang, er ekki deilt með þriðja aðila án leyfis notanda.