Fyrir þá sem áhuga hafa á samtvinnun hina ýmsu fræðigreina tengda nýlegu hruni á Íslandi er vert að benda á fyrirlestur Más Wolfgang Mixa fjármálasérfræðings, Once in Khaki Suits, sem haldinn verður á eftir klukkan 11.20 í Háskóla Íslands.  Þar fjallar Már um samfélagsleg atriði sem voru vísbending um að fjármálabóla væri að myndast á Íslandi síðustu ár og ber hann þau merki við þróun bandarísks samfélags á þriðja áratugnum sem endaði með hruninu mikla árið 1929, fyrir 80 árum síðan.

Már er pistlahöfundur á Viðskiptablaðinu og fjármálasérfræðingur. Aðgangur er ókeypis.