Mannréttindadómstóll Evrópu komst að niðurstöðu í dag sem segir að fréttasíður beri ekki ábyrgð á niðrandi og dónalegum ummælum sem lesendur setja inn í athugasemdakerfi.

Atvik málsins eru þau að ábyrgðamenn ungverskar fréttasíðu voru lögsóttir vegna ummæla sem notandi lét falla um fasteignasölu í athugasemdakerfi. Meðal þess sem notandinn sagði var að eigendur fasteignasölunnar ættu að hægja sér á broddgelti (á ensku: „People like this should go and shit a hedgehog and spend all their money on their mothers’ tombs until they drop dead.”)

Fréttastofan sagði m.a. að hún hafði haft fyrirvara um að athugasemdir væru á ábyrgð notenda og að ummælin væru hluti af almennri umræðu, sem nytu verndar tjáningarfrelsisákvæðis Mannréttindasáttmála Evrópu. Lög Ungverjalands gerðu fréttastofuna þó ábyrga. Dómurinn sagði að skoða þyrfti hvort að lög Ungverjalands gengu of langt í ábyrgð fréttaveitu gagnvart tjáningarfrelsi, en sagði þó að ábyrgðin á slíku væru ekki hjá Mannréttindadómstólnum, heldur hjá dómstól þess lands.

Í tilvikuni var þó dæmt að ábyrgð fréttastofunar á ummælunum væri andstæð tjáningarfrelsisákvæði (10. gr.) Mannréttindarsáttmála Evrópu.