Berghildur Erla Bernharðsdóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi Nýja Kaupþings. Berghildur starfaði um árabil í Íslandsbanka, forvera Glitnis, en hefur frá árinu 2000 unnið hjá RÚV við fréttir og dagskrárgerð. Hún hefur einnig starfað sem ritstjóri hjá Fróða og Uppeldi. Þá hefur hún haldið fyrirlestra á vegum Capacent og Þekkingarmiðlunar.

Berghildur lauk M.A. prófi í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands árið 2008, prófi í hagnýtri fjölmiðlun 1995 og B.A. prófi í félags- og viðskiptafræði 1994 frá sama skóla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýja Kaupþingi.