Fornfrægt einbýlishús að Bergstaðastræti 70 í miðbæ Reykjavíkur er dýrasta einbýlishús sem selst hefur það sem af er ári hér á landi. Kaupverð hússins, sem er 343,5 fermetrar og var byggt árið 1959, nam 355 milljónum króna. Fermetraverð var því rúmlega ein milljón króna.

Hjónin Stefanía Sigfúsdóttir arkitekt og Gísli Valur Guðjónsson, framkvæmdastjóri Ísafoldar Capital Partners gengu frá kaupum á húsinu í mars.

Arkitektinn Skarphéðinn Jóhannsson teiknaði einbýlishúsið fyrir hjónin Hjalta Geir Kristjánsson og Sigríði Th. Erlendsdóttur, en Hjalti Geir sá sjálfur um innanhússhönnun. Húsið var friðlýst árið 2014 af þáverandi forsætisráðherra Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í tilefni þess að það ár voru 100 ár liðin frá fæðingu Skarphéðins. Friðlýsingin tekur til ytra borðs hússins.

Nánar er fjallað um málið í Fasteignamarkaði, sérblaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.