„Dagur elskenda....Þurfa elskendur í alvörunni að eiga dag? Ættu ekki allir dagar að vera dagar ástarinnar ef fólk er að þessu á annað borð? Þurfum við að gefa þeim sem við elskum rauð súkkulaðihjörtu sem stendur á I love you eða pakkatilbúna valentínusarblómvöndinn úr Blómaval til að undirstrika ást okkar?“ Spyr Bergþóra Magnúsdóttir grafískur hönnuður og búningahönnuður þegar minnst er á Valentínusardaginn.

Bergþóra Magnúsdóttir
Bergþóra Magnúsdóttir

Spurð hvort einhver hafi komið henni á óvart á þessum degi segir hún svo vera: „Einhvern tímann fékk ég I-love-you bangsa og á síðasta Valentínusardegi fékk ég blómvönd með hjarta í sem ég geri ráð fyrir að hafi verið keyptur í gegnum Hópkaup, mig minnir að vöndurinn hafi visnað fljótt.“ En ætli hún hafi komið einhverjum á óvart á þessum degi í gegnum tíðina? „Þegar að því kemur að ég haldi heilagan Valentínus hátíðlegan, mun ég gera það af öllu mínu hjarta. Hjartalaga brauðterta í rúmið og Geir Ólafs við rúmstokkinn syngjandi You are the sunshine of my life, “ segir Bergþóra.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.