Bergur Elías Ágústsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Bergur var valinn úr hópi 14 umsækjenda.

Bergur Elías er 51 árs. Hann er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum, þar sem hann var bæjarstjóri áður en hann tók við bæjarstjórninni í Norðurþingi, en síðari stöðunni gengdi hann í átta ár þangað til í vor. Bergur Elías er menntaður í hagfræði frá Sjávarútvegsháskólanum í Tromsö í Noregi.

Í tilkynningu frá samtökunum segir að auk bæjarstjórastarfa hafi Bergur Elías gegnt margvíslegum stjórnunarstörfum hér á landi og fjölda trúnaðarstarfa á vettvangi sveitarfélaga.