Hagnaður útgerðarfélagsins Bergur-Huginn, sem er í eigu bræðranna Magnúsar og Birkis Kristinssona auk Landsbankans, nam 746 milljónum króna árið 2010. Hagnaður félagsins árið á undan nam 104 milljónum. Rekstrarhagnaður jókst milli ára um rúmar hundrað milljónir króna, en stærsti munurinn á milli ára er undir liðnum gengismunur.

Árið 2009 var þessi liður neikvæður um 280 milljónir, en jákvæður árið 2010 um 240 milljónir. Fjármagnsgjöld lækka eilítið milli ára, eða úr 202 milljónum árið 2009 í 180 milljónir árið 2010. Hvorugt árið greiðir Bergur-Huginn tekjuskatt til ríkisins.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf útgáfu af blaðinu undir liðnum tölublöð hér að ofan.