Bergur Kristinsson, SAN sérfræðingur hjá Opnum kerfum ehf. hefur tekið sæti í stjórn Norðurlandanefndar The Storage Networking Industry Association (SNIA). Auk Bergs sitja fulltrúar helstu framleiðenda upplýsingatæknibúnaðar í stjórninni en formaður er Bjarne Madsen frá HP segir í tilkynningu HP.

SNIA eru samtök framleiðenda, seljanda og notenda gagnavistunarumhverfa. Markmið samtakanna er að leiða saman þessa hópa  í þróun og setningu staðla til að tryggja opið umhverfi. Annað megin markmið SNIA er fræðsla og þjálfun á sviði gagnavistunar og öryggis, með ráðstefnum  og námskeiðahaldi.