Baráttusamtök fyrir kristin gildi hafa beint spjótum sínum að nýju vörumerki bandarísku kaffihúsakeðjunnar Starbucks en það þykir vera „dræsulegt”.

Um er að ræða samtökin The Resistance en forráðamenn þeirra segja vörumerkið sýna nakta konu „með fæturna glennta eins og gleðikonu” og hvetja alla Bandaríkjamenn til þess að sniðganga kaffihúsakeðjuna.

Þeir segja jafnframt að fyrirtækið gæti allt eins kallað sig “Slutbucks” miðað vörumerkið.

Fram kemur í frétt á vef Breska ríkisútvarpsins, BBC, að nýja vörumerkið byggi á upphaflegu vörumerki fyrirtækisins en það opnaði sitt fyrsta kaffihús við Pike Place markaðinn í Seattle árið 1971.

Það byggir á norskri hönnum frá sextándu öld og sýnir hafmeyju með tvo sporða og segja forráðamenn Starbucks að það brjóti engan vegin í bága við almenna siðferðiskennd.

Samkvæmt frétt BBC mun nýja vörumerkið vera á pappírsmálum Starbucks staða í nokkrar vikur og er það hluti af kynningarátaki kaffihúsakeðjunnar.

Bækistöðvar The Resistance eru í San Diego og eru þrjú þúsund manns skráðir í samtökin