Uppreisn gegn forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi, er að myndast innan hans eigin flokks og er óánægjan það mikil að hún gæti haft áhrif á meirihluta hans á ítalska þinginu. Þetta kemur fram í Wall Street Journal.

Haft er eftir einum dyggum stuðningsmanni Berlusconi að meirihluti hans sé fallinn.

Flokksmeðlimir Berlusconi eru sagðir tilheyra hópi sem hefur tekið sig saman og vill fá þjóðstjórn til að vinna í skuldavanda Ítala.

Aukinn þrýstingur hefur verið undanfarið á Berlusconi, að fara frá völdum og hefur m.a. Luca Cordero di Montezemolo, forstjóri bílafyrirtækisins Ferrari, að kominn væri tími til að þjóðstjórn tæki við til að bregðast við gríðarlegum efnahagsvanda.