Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur ákveðið að áfrýja kynferðisbrotadómi sem hann hlaut í júní. Berlusconi var dæmdur fyrir að hafa keypt kynlífsþjónustu af 17 ára gamalli nektardansmeynni Karimu El Mahroug. Einnig að hafa misnotað stöðu sína sem forsætisráðherra til að reyna að þagga málið niður.

Dómstóll í Mílanó komst að þeirri niðurstöðu að Berlusconi hefði ítrekað reynt að fela sönnunargögn og meðal annars borið fé á Mahroug og önnur vitni til að fá þau til að þegja. Berlusconi hefur ávallt neitað sök og lagði inn áfrýjunarkröfu á fimmtudaginn.

Í áfrýjunarkröfunni er ekki fjallað um dóm sem Berlusconi frá því í ágúst. Þar var hann dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir skattalagabrot. Dómnum var siðar breytt í samfélagsþjónustu í eitt ár.

Hér má lesa meira um Berlusconi.