Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, vinnur nú hörðum höndum að því að fá stuðning við fjárlagafrumvarp sitt. Þúsundir munu koma saman í dag til að mótmæla fyrirliggjandi frumvarpi. Þessi mótmæli koma í kjölfar þess að ávöxtunarkrafa á ítölsk skuldabréf hækkaði eftir að fréttir bárust þess efnis að fjárlagafrumvarpið gæti verið fellt. Horfur í efnahags og skuldamálum þjóðarinnar gætu leitt til þess að lánshæfiseinkunn ríkisins yrði lækkuð. Þetta kom fram í Morgunpósti IFS Greiningar.