Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er gert að vinna samfélagsþjónustu í eitt ár. Ástæðan er skattalagabrot sem hann var fundinn sekur um í tengslum við sjónvarpsrétt sem fyrirtæki hans keypti árið 1990.

Hann hefði einnig getað tekið refsingu sína út með því að sæta stofufangelsi, eftir því sem BBC greinir frá. Ekki liggur fyrir hvers konar samfélagsþjónustu Berlusconi mun sinna.

Stærsta ástæðan fyrir því að Berlusconi slapp við fangelsisrefsingu í þessu máli var sú að á Ítalíu er fólk sem er orðið 70 ára ekki látið sæta fangelsisrefsingu.