Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, telur sig knúinn til að halda áfram í stjórnmálum. Þetta er haft eftir honum í breskum fjölmiðlum í dag, aðeins degi eftir að hann hlaut eins árs dóm fyrir fjársvik.

Berlusconi segist vilja vinna að endurbótum á réttarkerfinu svo það sama komi ekki fyrir aðra og komið hefur fyrir hann.

Berlusconi segist hins vegar ekki ætla að sækjast eftir stöðu forsætisráðherra.