Um leið og ítalska þingið hefur samþykkt þær efnahagsumbætur sem ESB hefur gert kröfu um mun Silvio Berlusconi víkja úr embætti forsætisráðherra. Frá þessu greina erlendir fjölmiðlar nú og vísa til Napolitano, forseta landsins, en þeir Napolitano og Berlusconi áttu klukkustundarlangan fund í dag eftir að ljóst var að Berlusconi nýtur ekki lengur stuðnings meirihluta þings landsins. Á fundinum mun Berlusconi hafa lofað forsetanum þessu.

Í kjölfar tíðindana tók evran kipp gagnvart dollaranum samkvæmt BBC en efnahagsástandið á Ítalíu veldur mörgum áhyggjum. Þetta þriðja stærsta hagkerfi er af mörgum talið líklegt til þess að verða næsta fórnarlamb skuldakreppunnar á evrusvæðinu.

Silvio Berlusconi forsætisráðherra og Giorgio Napolitano forseti Ítalíu.
Silvio Berlusconi forsætisráðherra og Giorgio Napolitano forseti Ítalíu.
Silvio Berlusconi forsætisráðherra og Giorgio Napolitano forseti Ítalíu.