Kannanir bentu til þess að flokkur Silvio Berlusconi fari með sigur af hólmi í báðum deildum þingsins þar í landi í kosningum sem fóru fram í gær og í dag. Helsti andstæðingur Berlusconi, Walter Veltroni, hafði þegar viðurkennt ósigur sinn í kosningunum áður en úrslitin voru tilkynnt. Þetta verður þriðja kjörtímabil Berlusconi sem forsætisráðherra, en hann sagði af sér sem slíkur síðast í maí 2006.

Það varð raunin, en flokkur Berlusconi fékk 166 sæti í öldungadeild þingsins en flokkur Veltroni 138. Flokkur Berlusconi fékk 45,9% atkvæða í neðri deild þingsins en flokkur Veltroni 38,9%.

Berlusconi er ríkasti maður Ítalíu. Andstæðingur hans,  Veltroni, er fyrrum kommúnisti og var áður borgarstjóri í Róm, í 7 ár.

Aðalbaráttumálið fyrir kosningarnar voru efnahagsmál, en þrátt fyrir miklar skuldir ítalska ríkisins lofuðu báðir frambjóðendur skattalækkunum. Efnahagur Ítalíu hefur þjáðst af lítilli framleiðslu og sterkri evru, en greiningaraðilar segja ástandið koma illa niður á ungu fólk, eftirlaunaþegum og láglaunastéttum samkvæmt frétt BBC.

Ný ríkisstjórn verður 62. ríkisstjórn Ítala frá seinni heimsstyrjöldinni.