Fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi, er aftur kominn inn á pólitíska sjónarsviðið í landinu eftir að ýmis konar hneykslis- og dómsmál felldu hann af sjónarsviðinu eftir langa valdasetu.

Þó hinn 81 gamli auðmaður megi ekki sjálfur sækjast eftir embætti eftir að hafa verið sakfelldur fyrir skattalagabrot árið 2013, er hann lykilmaðurinn í sigri bandalags fimm hægri flokka í kosningum á Sikiley á dögunum. Tókst honum að tryggja að bandalagið bar sigurorð af popúlistunum í Fimm stjörnu hreyfingu Beppe Grillo, sem og Demókrataflokknum sem er miðjusækinn vinstriflokkur.

„Við erum eini valkosturinn,“ lýsti Berlusconi yfir sigurhreyfur, en síðustu ár hefur hann stundað sjálfboðaliðastörf á heimilum eldri borgara, barist fyrir grænmetisfæði á páskum og klappað lömbum að því er BBC greinir frá. Seinna í mánuðinum mun evrópski mannréttindadómstóllinn taka til umræðu umsókn hans til dómstólsins um að taka málið upp.

Fyrrnefndur Grillo, stofnandi og helsta rödd Fimm stjörnu hreyfingarinnar getur heldur ekki sótt boðið sig fram vegna reglna flokksins um að fyrrverandi sakamenn geti ekki boðið fram, en hann var dæmdur árið 1985 fyrir að hafa valdið mannsláti í árekstri.

Síðan er Matteo Renzi, fyrrum forsætisráðherra landsins, sem sagði af sér árið 2016 enn að vinna að því að komast aftur í embætti. Mikil gerjun virðist því eiga sér stað í ítölskum stjórnmálum þessa dagana.